Fyrra smit veiti betri vörn en bólusetning

Af þeim rúmu 7.700 smitum sem greinst hafa í nýrri …
Af þeim rúmu 7.700 smitum sem greinst hafa í nýrri bylgju í landinu hafa aðeins 72 smitast sem hafa þegar fengið veiruna, eða undir 1%. AFP

Nýlega birtar tölur frá heilbrigðisráðuneyti Ísraels benda til þess að það sé ólíklegra að þeir sem hafa þegar fengið kórónuveiruna smitist á ný heldur en fullbólusettir. Þetta segir á vef Ísraelsku fréttastofunnar Israel National News.

Af þeim rúmu 7.700 smitum sem greinst hafa í nýrri bylgju í landinu hafa aðeins 72 smitast sem hafa þegar fengið veiruna, eða undir 1%.

Þá eru yfir 3.000 smitanna, eða um 40%, meðal bólusetts fólks. Alls hafa um það bil 840 þúsund Ísraelar nú náð sér af veirunni og hafa því undir 0,01% þeirra sem fengu veiruna smitast að nýju. Að sama skapi eru eru um 5,2 milljónir Ísraela fullbólusett og af þeim hafa nú um 0,06% smitast, eða meira en sex sinnum hærra hlutfall.

Skiptar skoðanir meðal lækna

Samkvæmt Ísraelskum miðlum þræta nú sérfræðingar innan heilbrigðisráðuneytisins þar í landi hvernig skuli túlka þessar tölur. Sumir segja deginum ljósara að þeir sem hafi ekki fengið veiruna en eru bólusettir séu 6,72 sinnum líklegri til þess að smitast en þeir sem þegar hafi fengið hana. Aðrir segja að líta þurfi til fleiri þátta.

Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard háskóla, vakti athygli á greininni á opna facebookhópnum Heildarmyndin. Þar segir hann að náttúrulegt ónæmi hafi verið vanmetið og haldið fyrir utan umræðuna. Hann segir þar að bólusetning gefi sértæka vörn gegn gaddapróteini sem afbrigði ná að þróast fram hjá. Náttúrulegt ónæmi sé aftur á móti víðtækara.

Jón Ívar Einarsson.
Jón Ívar Einarsson.

„Er hugsanlegt að tiltölulega hátt innlagnarhlutfall hérlendis sé vegna þess hversu fáir hafa smitast af covid?,“ veltir Jón fyrir sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert