Lögreglan í Bretlandi hefur nafngreint fólkið sem lést vegna voðaverka Jakes Davisons í Plymouth á fimmtudagskvöld. Davison skaut á fólkið í sex mínútur og svipti svo sjálfan sig lífi.
Tvær konur, tveir karlmenn og þriggja ára stúlka létust. Árásarmaðurinn skaut einnig tvo aðra sem eru enn á spítala vegna sára sinna.
En hvaða fólk var þetta? Í frétt BBC er fórnarlambanna minnst.
Fyrsta konan sem Davison skaut var móðir hans, Maxine Davison. Hún var 51 árs. Jake Davison skaut hana innandyra og fór svo út og skaut hina þriggja ára Sophie Martyn og föður hennar Lee Martyn, sem var 43 ára.
Næst skaut árásarmaðurinn hina 59 ára Stephen Washington og Kate Sheperd sem var 66 ára og lést eftir komu á spítala.
Hin látnu bjuggu öll á Keyham-svæðinu í Plymouth.
Þá skaut árásarmaðurinn einnig 33 ára karlmann og 53 ára konu sem eru á spítala. Þau hafa ekki verið nafngreind.
Í gær lagði fólk blóm, kort og bangsa nærri vettvangi.