Metfjöldi Covid-dauðsfalla í Rússlandi

22 þúsund ný smit greindust í gær í Rússlandi.
22 þúsund ný smit greindust í gær í Rússlandi. AFP

Met í dauðsföllum af völdum Covid-19 var slegið þriðja daginn í röð í Rússlandi. 819 létust síðastliðinn sólarhring og um 22 þúsund ný smit greindust.

Rússland er nú í fjóra sæti í heiminum yfir flest ný smit daglega en bylgja af delta-afbrigðinu hefur geisað þar frá því í júní. 

55% Rússa ætla ekki að þiggja bóluefni

Alls hafa um 170 þúsund látist af völdum veirunnar í Rússlandi og er það mesti fjöldi í Evrópu. Bólusetningar ganga ekki vel í landinu en samkvæmt nýlegri könnun ætla um 55% Rússa ekki að þiggja bóluefni. 

Ástandið er einna verst í Moskvu, höfuðborg landsins, og hafa yfirvöld þar skyldað fólk til að þiggja bólusetningu. Þá hefur Vladímír Pútín forseti ítrekað biðlað til fólks að gera einmitt það.

Um 32 milljónir Rússa hafa farið í bólusetningu en íbúar landsins eru um 146 milljónir talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert