Skjálfti af stærð 7,2 á Haítí

Skjálftinn árið 2010 sendi fjölda fólks á flótta enda misstu …
Skjálftinn árið 2010 sendi fjölda fólks á flótta enda misstu margir heimili sín. AFP

Skjálfti, 7,2 að stærð, skók Haítí um klukkan 8.30 að staðartíma í dag. Flóðbylgjuviðvörun var send út í kjölfarið. Byggingar, þeirra á meðal skólar og heimili fólks, skemmdust í skjálftanum. Tala látinna hefur ekki verið gefin út en ljóst er að fjöldi fólks týndi lífi.

Skjálftinn varð um 160 kílómetrum frá höfuðborg Haíti, Port-au-Prince. 

Myndir frá vettvangi sýna gífurlega eyðileggingu.

11 ár eru liðin síðan skjálfti upp á 7 breytti stórum hluta borgarinnar og nærliggjandi borgum í rústir. Fleiri en 200.000 manns létust þá og 300.000 meiddust. Ríflega milljón íbúa missti heimili sín.

Fréttin verður uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert