Geta afganska stjórnarhersins ofmetin

Geta stjórnarhers Afganistan hefur verið stórlega ofmetin svo árum skiptir.
Geta stjórnarhers Afganistan hefur verið stórlega ofmetin svo árum skiptir. AFP

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa eytt um 83 milljörðum dala til þess að reyna að efla stjórnarherinn í Afganistan að fyrirmynd bandaríska hersins undanfarin ár. Í einfaldri mynd þýðir það að treysta að miklu leyti á háþróaða samskiptamáta í landi þar sem einungis 30% þjóðarinnar hafa aðgang að rafmagni.

Bandaríkjamenn hafa útvegað stjórnarhernum flugvélar, þyrlur, vígbúnar bifreiðar og dróna svo fátt eitt sé nefnt. Nýlega útveguðu þeir þá afganska hernum nýjustu orrustuþyrlu hersins. Þrátt fyrir allan þennan tækjabúnað tókst stjórnarhernum ekki að verja höfuðborgina gegn töluvert fáliðaðri herafla talíbana.

Viðmiðum breytt og loks lokað fyrir aðgang

John Sopko hefur séð um málefni Bandaríkjahers í Afganistan og telur að geta afganska stjórnarhersins hafi verið stórlega ofmetin. AFP hefur eftir honum að í hvert sinn sem meta átti styrk hersins hafi bandaríkjaher breytt viðmiðum matsins til þess að auðveldara væri að sýna fram á árangur. Loks þegar að það var ekki hægt lengur hafi viðmiðin gerð að trúnaðargögnum svo ekki væri á allra færi að sjá þau.

Í nýrri skýrslu frá embætti Sopko kemur fram að „háþróaður vopnabúnaður, farartæki og aðferðir sem Bandaríkjaher notast við hafi verið langt umfram getu afganska hersins“. Þar kemur einnig fram að afganski stjórnarherinn sé að miklu leyti samansettur af ólæsu og ómenntuðu fólki.

Aðstoða við breska ríkisborgara

Líkt og áður kom fram er talið að talíbanar muni ná völdum í Kabúl á næstu klukkutímunum. Nú í kvöld birti breski herinn mynd á Facebook-síðu sinni þar sem fram kom að breskir hermenn væru lentir í Kabúl til þess að aðstoða breska ríkisborgara við að komast úr landi.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert