Trudeau boðar til kosninga

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, á blaðamannafundi fyrr í dag.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, á blaðamannafundi fyrr í dag. AFP

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur boðað til kosninga þar í landi en Kanada siglir nú inn í fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Þetta segir á vef BBC.

Trudeau óskaði eftir þingrofi fyrr í dag og var sú beiðni samþykkt. Kosningar áttu næst að fara fram að tveimur árum liðnum en munu nú fara fram 20. september næstkomandi. 

Þá sagði Trudeau að Kanadamenn þyrftu að fá að ákveða hvernig þeir ætluðu að ljúka baráttunni við Covid-19 og að kosningar væru nauðsynlegar svo kjósendur hefðu rödd á þessari mikilvægu stundu.

Ríkisstjórn Trudeaus hefur verið minnihlutastjórn síðan 2019 og hefur hann því þurft að treysta á stjórnarandstæðinga til að koma sínum málefnum á framfæri.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert