Hvikar hvergi frá ákvörðun sinni

00:00
00:00

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti varði ákvörðun sína um að draga til baka banda­rískt herlið frá Af­gan­ist­an. Í ávarpi til þjóðar sinn­ar sagðist hann standa við þá stefnu og að tími væri kom­inn til brott­far­ar, eft­ir tutt­ugu ár af átök­um.

„Ég er for­seti Banda­ríkja Norður-Am­er­íku og ábyrgðin er á end­an­um mín,“ sagði Biden í ávarp­inu, sem beðið hafði verið eft­ir í kjöl­far nokk­urra daga þagn­ar hans um svipt­ing­arn­ar í land­inu.

Biden sagðist „virki­lega hrygg­ur“ yfir at­b­urðum liðinna daga og lofaði að „láta í sér heyra“ varðandi rétt­indi þeirra kvenna sem nú horfa fram á ógn­ar­stjórn og kúg­un talíbana í land­inu.

Biden sagðist myndu verja sitt fólk af miklum mætti.
Biden sagðist myndu verja sitt fólk af mikl­um mætti. AFP

Féll fyrr en hann bjóst við

Á sama tíma var hann staðfast­ur þegar hann ít­rekaði að hann sæi ekki eft­ir því að hafa dregið herliðið til baka, þrátt fyr­ir feiki­mikla gagn­rýni á þá óreiðu sem ein­kennt hef­ur brott­för herliðsins úr land­inu.

„Ég stend ákveðinn á bak við ákvörðun mína,“ sagði hann. „Eft­ir tutt­ugu ár, þá hef ég lært það á erfiða mát­ann að það var aldrei góður tími til að draga banda­ríska herliðið til baka.“

For­set­inn viður­kenndi að rík­is­stjórn lands­ins hefði fallið skjót­ar en hann hafði bú­ist við. Gaf hann í skyn að hana hefði skort vilj­ann til að veita talíbön­um viðnám.

„Sann­leik­ur­inn er sá, að þetta þróaðist hraðar en við höfðum vænst,“ bætti hann við.

„Við gáf­um þeim öll tæki­fær­in til að kjósa sína eig­in framtíð. Við gát­um ekki fært þeim vilj­ann til að berj­ast fyr­ir þeirri framtíð.“

Biden ávarpaði þjóð sína varðandi þróun mála í Afganistan.
Biden ávarpaði þjóð sína varðandi þróun mála í Af­gan­ist­an. AFP

Hótaði eyðilegg­ing­ar­mætti

Loks ít­rekaði hann að hags­mun­ir Banda­ríkj­anna af af­skipt­um í Af­gan­ist­an hefðu alltaf snú­ist um að hindra árás­ir hryðju­verka­manna á sjálf Banda­rík­in. Þau myndu áfram bregðast fljótt og ör­ugg­lega við hvers kyns hryðju­verka­ógn sem af land­inu stafaði.

Um leið varaði hann talíbana við því að trufla eða ógna flutn­ingi þúsunda Banda­ríkja­manna og Af­g­ana frá land­inu í gegn­um flug­völl­inn í Kabúl. Þeir flutn­ing­ar séu fyr­ir­hugaðir næstu daga.

„Við mun­um verja okk­ar fólk með eyðilegg­ing­ar­mætti, reyn­ist það nauðsyn­legt.“

Sjá ávarp for­set­ans í heild sinni:

Forsetinn svaraði ekki spurningum fjölmiðla að loknu ávarpinu, heldur gekk …
For­set­inn svaraði ekki spurn­ing­um fjöl­miðla að loknu ávarp­inu, held­ur gekk á brott. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert