Nýir gróðureldar hafa kviknað í skammt frá Aþenu, höfuðborg Grikklands. Slökkviliðsmenn berjast nú við eldana og af þessum sökum hafa nokkur þorp í nágrenninu, þrjú suðaustur af Aþenu og tvö norðvestan megin við borgina.
Miklir gróðureldar hafa geisað að undanförnu í Grikklandi, Ítalíu og á Spáni. Forsætisráðherra Grikklands segist viss um að orsakir skógareldanna megi rekja til loftslagsbreytinga.
Nálægt grísku borginni Lavrio berjast slökkviliðsmenn nú við skógareldana úr þyrlum með því að hella vatni yfir svæðið úr lofti.
Í Vilia, norðvestur af Aþenu, er hinn eldurinn. Þar er nú á fjórða tug slökkviliðsmanna að reyna að ná tökum á brunanum meðan unnið er að rýmingu tveggja þorpa í grenndinni.
Þessir miklu eldar koma í kjölfar minni bruna sem hafa, síðastliðnar vikur, valdið eyðileggingu á eignum og náttúru á svæði sem þekur rúmlega 100.000 hektara. Tök náðust á þessum brunum á föstudag.