Pete Buttigieg, samgöngumálaráðherra Bandaríkjanna, og eiginmaður hans, Chasten Buttigieg, eru orðnir foreldrar.
Buttigieg er fyrsti opinberlega samkynhneigði ráðherrann í sögu landsins en hann bauð sig fram í forkosningum demókrata fyrir síðustu forsetakosningar.
Buttigieg tilkynnti foreldrahlutverkið á Twitter þar sem hann sagði að þeir Chasten væru himinlifandi yfir því að vera orðnir foreldrar.
For some time, Chasten and I have wanted to grow our family. We’re overjoyed to share that we’ve become parents! The process isn’t done yet and we’re thankful for the love, support, and respect for our privacy that has been offered to us. We can’t wait to share more soon.
— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) August 17, 2021