Nýja-Sjáland framlengir útgöngubann

Jacinda Arden forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Arden forsætisráðherra Nýja-Sjálands. AFP

Yfirvöld í Nýja-Sjálandi hafa framlengt útgöngubannið sem þau kynntu fyrr í vikunni í ljósi fjölgunar smita. Faraldurinn hefur nú breiðst frá Auckland og yfir í höfuðborgina Wellington. 

Útgöngubannið átti í upphafi aðeins að vara í þrjá daga en forsætisráðherra Nýja-Sjálands Jacinda Ardern tilkynnti í dag að það yrði framlengt um fjóra daga til viðbótar og stendur því að minnsta kosti í heila viku. 

Hin smituðu tengjast öll á einhvern hátt og því telja yfirvöld ekki um samfélagssmit að ræða. Hálft ár var liðið frá síðasta innanlandssmiti í landinu þegar delta-afbrigðið fór að dreifast um Auckland fyrr í vikunni. 

Eyjaálfuríki með aðra nálgun

Bæði Nýja-Sjáland og Ástralía hafa stefnt að því að útrýma veirunni úr samfélaginu með gífurlega hörðum aðgerðum ef smit koma upp samhliða algjöru frelsi þess á milli í bland við harðar aðgerðir á landamærum.

Þessi sóttvarnarstefna hefur virkað töluvert verr eftir tilkomu delta-afbrigðisins og þá sérstaklega í Ástralíu en smitið í Nýja-Sjálandi er talið mega rekja til Sidney. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka