Vilja kjósa um sjálfstæði Skotlands á ný

Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðernisflokksins, segist staðráðin í að koma …
Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðernisflokksins, segist staðráðin í að koma þjóðaratkvæðagreiðslunni í gegn. AFP

Stjórn­ar­meiri­hluti Skot­lands á skoska þing­inu til­kynnti í dag áform um sögu­legt sam­komu­lag milli flokk­anna tveggja sem aðhyll­ast sjálf­stæðis­stefnu í framtíðar­sýn Skot­lands. Þeir vilja að Skot­land verði sjálf­stætt ríki og ekki leng­ur hluti af Bretlandi. 

Um er að ræða sam­komu­lag milli Skoska þjóðern­is­flokks­ins (e. Scott­ish Nati­onal Party) og Grænu hreyf­ingu Skot­lands (e. Scott­ish Green Party). Það á þó enn eft­ir að kjósa um þetta end­an­lega inn­an flokk­anna sjálfra og því ekki orðið ör­uggt.

Ef sam­komu­lagið næst eru lík­ur á að flokk­arn­ir nái fram þjóðar­at­kvæðagreiðslu um málið á breska þing­inu þar sem þeir verða þá með sam­an­lagt 72 þing­menn af 129. 

Lofa Skot­um þjóðar­at­kvæðagreiðslu

Í þessu sam­komu­lagi er að finna lof­orð um að þjóðin fái á ný að greiða at­kvæði um það hvort Skot­land eigi að slíta sig frá Bretlandi eða ekki, fyr­ir fyrri þinglok 2024, að því gefnu að heims­far­ald­ur­inn verði ekki leng­ur viðloðandi.

Nicola Stur­geon, formaður Skoska þjóðern­is­flokks­ins, seg­ist staðráðin í að koma þjóðar­at­kvæðagreiðslunni í gegn þrátt fyr­ir mikla and­stöðu á breska þing­inu í London.

Þrátt fyr­ir sam­vinn­una sem mun fel­ast í sátt­mál­an­um milli flokk­anna tveggja, er ekki um samruna að ræða. Munu þeir því áfram hafa sjálf­stæða rödd í öðrum mál­efn­um.

Fellt með 55% at­kvæða 2014

Árið 2014 var síðast hald­in þjóðar­at­kvæðagreiðsla um þetta sama mál, hvort Skot­land ætti að segja skilið við hin lönd Bret­lands: Eng­land, Wales og Norður-Írland.

Fór hún svo að 55 pró­sent greiddu at­kvæði gegn út­göng­unni en mjótt var á mun­um og var málið því tæp­ast af­greitt út úr hinni stjórn­mála­legu umræðu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert