Grikkir hræðast flóttamannaflóð og reisa vegg

Tyrkir hafa reist sambærilegan vegg á landamærum sínum.
Tyrkir hafa reist sambærilegan vegg á landamærum sínum. AFP

Grikkir hafa sett upp fjörutíu kílómetra langan varnarvegg og eftirlitsbúnað við landamæri Grikklands og Tyrklands.

Er þetta gert af ótta við ofgnótt flóttamanna frá Afganistan en Grikkir vilja vernda landamæri sín.

Tyrkir hafa kallað eftir því að Evrópuríki taki ábyrgð á afgönskum flóttamannavanda.

Brennd eftir flóttamannaflóð 2015

Grikkland var í framlínunni í flóttamannamálum árið 2015 en þá flúði yfir milljón manna frá Mið-Austurlöndum yfir til Tyrklands og þaðan til Grikklands.

Lagðist þetta þungt á gríska innviði og hafa yfirvöld þar varað við því að þau gætu gripið til þess að senda ólöglega innflytjendur frá Afganistan til baka.  

Margir af þeim sem flúðu til Evrópu í gegnum Grikkland á sínum tíma enduðu á því að setjast að norðar í Evrópu. Um 60.000 manns urðu þó eftir í landinu.

Á síðasta ári lokaði Aþena tímabundið á nýjar umsóknir um hæli, eftir að Tyrkland sagðist búið að opna hliðin fyrir flóttafólki sem vildi koma til Evrópu.

Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert