Hundruð mótmælenda handtekin í Ástralíu

Kom til átaka milli lögreglu og mótmælendanna.
Kom til átaka milli lögreglu og mótmælendanna. AFP

Hundruð einstaklinga voru handtekin eftir að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í tveimur stærstu borgum Ástralíu. Mótmælin voru vegna útgöngubannsins í borgunum sem hefur nú verið framlengt út mánuðinn.

Ástralía stendur frammi fyrir stærstu bylgju Covid-19-faraldursins til þessa. Í Nýju Suður-Wales, í Sydney, greindust 825 smit, daginn eftir að ríkisstjórnin kynnti áform um að  framlengja útgöngubannið. Svo háar tölur hafa ekki sést áður þótt litið væri til Ástralíu í heild sinni. Þetta kemur fram í heimildum AFP-fréttastofu.

Framlenging á útgöngubanninu og boðun útgöngubanns í Nýja Sjálandi er …
Framlenging á útgöngubanninu og boðun útgöngubanns í Nýja Sjálandi er talið hafa ýtt mótmælunum af stað. AFP

Létu útgöngubann ekki stoppa sig

Í borginni Sydney gripu yfirvöld til útgöngubanns í lok júní til þess að ná tökum á útbreiðslunni sem verður í gildi út mánuðinn, í það minnsta.

Í borginni Melbourne hefur einnig verið gripið til útgöngubanns.

Ósáttir einstaklingar létu útgöngubannið þó ekki stoppa sig í að storma út á götu að mótmæla þessum aðgerðum gegn faraldrinum.

Kom til átaka milli lögreglu og mótmælendanna í Melbourne. Lögreglan beitti piparúða og voru um 200 einstaklingar handteknir. Sjö lögreglumenn slösuðust.

Lögreglumenn notuðust við piparúða.
Lögreglumenn notuðust við piparúða. AFP
AFP

Í Sydney flæddu 1.500 lögreglumenn út á götur borgarinnar, settu upp vegatálma og handtóku fjölda fólks en mótmælendurnir voru um 250 manns.

1.500 lögreglumenn flæddu út á götur Sydney vegna mótmælanna þar.
1.500 lögreglumenn flæddu út á götur Sydney vegna mótmælanna þar. AFP

Smitlaus stefna

Það var einnig tilkynnt um hópfundi í mótmælaskyni gegn sóttvarnaaðgerðum í Brisbane.  

Tæplega þriðjungur Ástrala er fullbólusettur og tilkoma Delta-afbrigðisins ógnar hinni smitlausu stefnu ríkisstjórnarinnar þar í landi.

Í Ástralíu hafa greinst 42.000 smit frá upphafi faraldursins en íbúafjöldi þar er 25 milljónir. Dauðsföll af völdum Covid-19 eru skráð 974.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka