Mútuðu svo R. Kelly gæti gifst 15 ára Aaliyuh

R. Kelly hefur setið í gæsluvarðhaldi í nærri tvö ár.
R. Kelly hefur setið í gæsluvarðhaldi í nærri tvö ár. AFP

Fyrrverandi starfsmaður bandaríska R&B-tónlistamannsins R. Kelly viðurkenndi í vitnisburði sínum í dag að hann hefði borgað opinberum embættismanni mútur til þess að komast yfir fölsuð skilríki fyrir Aaliyuh, sem þá var 15 ára, svo þau R. Kelly gætu gifst árið 1994. 

Demerius Smith, sem starfaði um tíma sem aðstoðarmaður fyrir tónlistarmanninn, bar vitni um að hafa greitt fimm hundruð bandaríkjadali fyrir skilríkin sem R. Kelly, þá 27 ára, framvísaði við brúðkaup þeirra Aaliyuh.

Smith bar vitni í máli R. Kelly í dag eftir að hafa verið veitt friðhelgi gagnvart ákæru. 

R. Kelly situr nú réttarhöld í Brooklyn í New York vegna ákæra fyrir kynferðisofbeldi, fjárkúgun og mútugreiðslur. Hann hefur neitað sök af öllum ásökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert