Bandaríkin útvega 18 farþegavélar

Bandaríkin hyggjast senda 18 farþegavélar sem munu aðstoða við brottför …
Bandaríkin hyggjast senda 18 farþegavélar sem munu aðstoða við brottför Afgana til þriðja lands. AFP

Bandaríkin hafa ákveðið að senda 18 farþegavélar til þess að aðstoða við að flytja afganska flóttamenn til annarra landa. Þær munu ekki lenda á Kabúl-flugvelli heldur annars staðar í von um að flytja farþega til þriðja lands.

Notast verður við fjórar vélar frá United Aitlines, þrjár frá American Airlines, þrjár frá Atlas Air, þrjár frá Delta Air Lines, þrjár frá Omni Air og tvær frá Hawaiian Airlines.

Rólegra á vellinum en í gær

Þúsundir Afgana hafa safnast saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl og hafa í það minnsta 20 látist í troðningi þar en ástandið þar hefur róast töluvert síðan í gær. 

Hernaðarmálaráðherra Bretlands, James Heappey, segir talíbana nú sjá til þess að fólk fari í raðir á Hamid Karzai-flugvelli til þess að auðvelda fólki að yfirgefa landið.

Bresk stjórnvöld hafa flutt yfir 1.700 manns frá Afganistan síðastliðinn sólarhring að hans sögn.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert