Sjö látnir í öngþveiti við flugvöllinn í Kabúl

Fólk býður átekta við flugvöllinn í Kabúl.
Fólk býður átekta við flugvöllinn í Kabúl. AFP

Sjö almennir borgarar hafa látist í öngþveiti nærri flugvellinum í Kabúl í Afganistan að sögn varnarmálaráðuneytis Bretlands. Þúsundir reyna nú í örvæntingu að flýja Afganistan eftir yfirtöku talíbana í vikunni. 

Bandaríkjamenn á svæðinu og bandamenn hafa átt í fullu fangi með ferja fólk sem sækir í flug á þeirra vegum til að flýja í vikunni. 

Haft er eftir Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, í Daily Mail í morgun að engin þjóð muni geta „bjargað öllum úr landi“.

Bandaríkjamenn miða við yfirgefa landið með öllu fyrir 31. ágúst. 

„Kannski kjósa Bandaríkjamen að vera lengur og þeir njóta okkar stuðnings sækist þeir eftir því,“ sagði Wallace. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert