16 þúsund fluttir frá Kabúl á sólarhring

Um sextán þúsund manns hafa verið fluttir frá alþjóðlega flugvellinum í Kabúl í Afganistan síðastliðinn sólarhring samkvæmt upplýsingum frá Pentagon, höfuðstöðvum varnarmálastofnunar Bandaríkjanna.

Keppst er við að flytja fólk frá Afganistan fyrir lokadagsetningu þá sem bandaríski herinn hefur gefið út að hann muni endanlega yfirgefa landið. 

John Kirby, upplýsingafulltrúi hjá Pentagon, sagði í dag að fjöldi fólks sem hefði verið flutt af svæðinu síðustu daga sé einhvers staðar á bilinu 37 til 42 þúsund. 

Frá flugvellinum í Kabúl í nótt.
Frá flugvellinum í Kabúl í nótt. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert