„Þingið er ógn við ríkið“

Kais Saied er orðinn býsna valdamikill.
Kais Saied er orðinn býsna valdamikill. AFP

Kais Saied, forseti Túnis, hefur framlengt þingrof þar í landi um „óákveðinn tíma“, mánuði eftir að hann lét forsætisráðherra landsins taka pokann sinn og veitti sjálfum sér meiri völd en áður. Andstæðingar Saieds hafa sagt um valdarán að ræða.

„Þingið er ógn við ríkið,“ sagði Saied á fundi við Mohamed Bousaid, viðskiptaráðherra landsins, í dag. „Pólitískar stofnanir landsins og hegðun þeirra stofna ríkinu í hættu.“

Íslamski stjórnmálaflokkurinn Ennahdha, sem á flesta menn á túníska þinginu, segir aðgerðir Saieds fela í sér „gróf brot á stjórnarskrá.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert