Að minnsta kosti 13 látnir í tveimur sprengingum

Í það minnsta 13 hafa látist í árásunum.
Í það minnsta 13 hafa látist í árásunum. AFP

Tvær sprengingar urðu í Kabúl í Afganistan fyrir skömmu að því er fréttastofa Sky News greinir frá. Talsmenn talíbana hafa staðfest að þrettán hafa látist í árásunum, þar á meðal börn. Að minnsta kosti 30 eru særðir. 

Talið er að um sjálfsvígsárásir sé að ræða og að öfgahópurinn ISIS-K beri ábyrgð á árásunum.

Önnur sprengingin varð við hótel þar sem breskar hersveitir og blaðamenn halda til að því er varnarmálayfirvöld í Bretlandi greina frá. Engin særðist í þeirri árás samkvæmt eiganda hótelsins.

Að minnsta kosti 30 eru særðir.
Að minnsta kosti 30 eru særðir. AFP

Síðari sprengingin varð við svokallað Abbey-hlið rétt fyrir utan flugvöllinn. Að minnsta kosti fimm bandarískir hermenn særðust þar, einn alvarlega. Varnarmálaráðuneyti Bretlands hefur staðfest að engir breskir ríkisborgara særðust í árásunum.

Eftir yfirtöku talíbana á höfuðborginni Kabúl í Afganistan hafa farið fram einhverjir fjölmennustu fólksflutningar síðari tíma, þar sem fjöldi fólks óttast hvað koma skal þegar talíbanar taka til valda.

Sprengingin á flugvellinum í mannmergð

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, mun funda með ráðamönnum þar í landi vegna árásarinnar. 

Sjónarvottur í nágrenni við Kabúl-flugvöll sagði sprenginguna hafa orðið í mikilli mannmergð, í samtali við fréttaveitu Wall Street Journal. Fjöldi fólks hafi verið fluttur með sjúkrabíl af vettvangi og ástandið annarlegt.

 Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert