Varnamálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest að nokkrir bandarískir hermenn létust í hryðjuverkaárásunum í Kabúl í Afganistan í dag.
Óvíst er hversu margir hermenn létust en að sögn ýmissa bandarískra fjölmiðla létust tólf landgönguliðar.
Statement on this morning's attack at #HKIA: pic.twitter.com/Qb1DIAJQJU
— John Kirby (@PentagonPresSec) August 26, 2021
Fyrri sprengingin varð við hótel þar sem breskar hersveitir og blaðamenn halda til og sú síðari við svokallað Abbey-hlið rétt fyrir utan flugvöllinn. Alls hafa að minnsta kosti 13 látist í árásunum tveimur og 60 særst.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst árásunum sem villimannslegum. Þá segir hann að Bretar muni halda áfram að flytja fólk úr landinu. Yfirvöld í Noregi segjast hins vegar ætla hætta að flytja fólk frá Afganistan.
BREAKING: Prime Minister Boris Johnson calls the explosions outside Kabul airport a "barbaric terrorist attack", and says the "phenomenal" operation to evacuate people from Afghanistan will continue, but it is "coming towards the end".
— Sky News (@SkyNews) August 26, 2021
Latest: https://t.co/41BXTu1YEN pic.twitter.com/ZiVHGv8uwk
Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmt árásina en von er á yfirlýsingu frá Biden síðar í dag. Hann fundar nú í Hvíta húsinu.
Talíabanir hafa einnig fordæmt árásina en talið er að andstæðingar þeirra í öfgahópnum ISIS-K beri ábyrgð á þeim.
Fréttin hefur verið uppfærð.