Nokkrir bandarískir hermenn á meðal látinna

Mikil ringulreið ríkir í Kabúl.
Mikil ringulreið ríkir í Kabúl. AFP

Varnamálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest að nokkrir bandarískir hermenn létust í hryðjuverkaárásunum í Kabúl í Afganistan í dag.

Óvíst er hversu margir hermenn létust en að sögn ýmissa bandarískra fjölmiðla létust tólf landgönguliðar.

Fyrri spreng­ing­in varð við hót­el þar sem bresk­ar her­sveit­ir og blaðamenn halda til og sú síðari við svo­kallað Abbey-hlið rétt fyr­ir utan flug­völl­inn. Alls hafa að minnsta kosti 13 látist í árásunum tveimur og 60 særst. 

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst árásunum sem villimannslegum. Þá segir hann að Bretar muni halda áfram að flytja fólk úr landinu. Yfirvöld í Noregi segjast hins vegar ætla hætta að flytja fólk frá Afganistan. 

Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmt árásina en von er á yfirlýsingu frá Biden síðar í dag. Hann fundar nú í Hvíta húsinu.

Talíabanir hafa einnig fordæmt árásina en talið er að andstæðingar þeirra í öfgahópnum ISIS-K beri ábyrgð á þeim. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Að minnsta kosti 60 eru særðir.
Að minnsta kosti 60 eru særðir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert