Hætta með loftbrú frá Afganistan til Svíþjóðar

Flugvél SAS lendir í Kaupmannahöfn með norræna diplómata eftir beint …
Flugvél SAS lendir í Kaupmannahöfn með norræna diplómata eftir beint flug frá Afganistan. AFP

Sænsk stjórnvöld hafa gefið það út að þau muni hætta að flytja sænska ríkisborgara frá Afganistan og heim til Svíþjóðar.

Svíar hafa nú þegar ferjað 1.100 sænska ríkisborgarar, langflestir þeirra starfsmenn sendiráða og fjölskyldur þeirra, ásamt erlendum kvenréttindafrömuðum og fjölmiðlafólki hvaðaæva úr heiminum.

Ótrúlega erfiðar og hættulegar aðstæður í Afganistan gera það að verkum að ekki verðu lengur hægt að ferja sænska ríkisborgara úr landinu, segir Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, við AFP-fréttastofuna.

Þrátt fyrir þetta hefur Linde þó gefið út, í samráði við Mikael Ribbenvik, formann flóttamannanefndar Svíþjóðar, að áfram verði reynt eftir fremsta megni að koma Svíum burt frá Afganistan. Það yrði þó ekki lengur gert með beinni loftbrú eins og verið hefur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert