Ída stefnir á New Orleans

Talið er að fellibylurinn muni ná hápunkti sínum á sunnudag …
Talið er að fellibylurinn muni ná hápunkti sínum á sunnudag og er talið að vindar gætu náð um 34 metrum á sekúndu. AFP

Borgarstjóri New Orleans-borgar í Bandaríkjunum hvetur íbúa til að rýma óvarin hverfi borgarinnar áður fellibylurinn Ída herjar á strönd Louisiana-ríkis um helgina.

Talið er að fellibylurinn muni ná hápunkti sínum á sunnudag þegar vindar gætu náð um 34 metrum á sekúndu.

Líklegt er að Ída muni leiða til mikilla rigninga og vinda á Kúbú í dag.

Á sunnudag eru 16 ár liðin frá því að fellibylurinn Katrína reið yfir New Orleans og leiddi til flóða í 80% hluta borgarinnar, fleiri en 1.800 manns létust af völdum Katrínu.

Frétt á vef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert