Stjórnvöld í Sviss hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að ríkið sé nú hætt að flytja fólk frá Afganistan.
Frá valdaráni talíbana hefur Svisslendingum tekist að ferja 385 manns frá Afganistan.
Talsmaður utanríkisáðuneytisins í Sviss sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að 34 Svisslendingar væru í hópi þeirra sem búið að væri flytja burt. Ekki hefur þó tekist að rýma alla Svisslendingana en 11 borgara og 16 íbúar frá Sviss sitja nú eftir í Afganistan.
Fjöldi ríkja hefur nú tekið ákvörðun um að hætta flutning á fólki frá Afganistan en hættulegar aðstæður eru nú í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Að minnsta kosti 90 létust í gær í hryðjuverkaárásum við alþjóðaflugvöllinn í gær og yfir 150 særðust.