Æðsti leiðtogi talíbana staddur í Afganistan

Haibatullah Akhundzada.
Haibatullah Akhundzada. AFP

Æðsti leiðtogi talíbana, Hibatullah Akhundzada, sem hefur aldrei komið fram opinberlega, er staddur í borginni Kandahar í Afganistan.

Talsmaðurinn Bilal Karimi staðfesti þetta í dag.

„Ég get staðfest að hann er staddur í Kandahar. Hann mun bráðlega koma fram opinberlega,“ sagði Karimi við AFP.

Akhundzada hefur leitt talíbana frá árinu 2016. Lítið er vitað um störf hans dagsdaglega. Helst hefur nafn hans verið birt af talíbönum vegna árlegra skilaboða á hátíðisdögum íslams.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert