Ída komin til Louisiana

Ída hefur náð landi í Louisiana.
Ída hefur náð landi í Louisiana. AFP

Fellibylurinn Ída hefur náð landi í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum 16 árum, upp á dag, síðan fellibylurinn Katrína reið yfir New Orleans og fleiri en 1.800 manns létust.

Vindurinn sem fylgir Ídu hefur náð 240 kílómetrum á klukkustund og er fellibylurinn flokkaður í flokki fjögur af fimm á Saffir-Simpson mælikvarðanum sem er notast við til að flokka fellibyli eftir umfangi þeirra. Það bendir til þess að fellibylurinn muni valda verulegum skemmdum á byggingum, trjám og raflínum. Sums staðar gæti áhlaðandinn orðið allt að 4,8 metra hár þannig að hluti strandlengjunnar fari á kaf.

Þúsundir manna flúðu ríkið í gær en ríkisstjóri Louisiana, John Bel Edwards, sagði storminn mögulega geta verið þann versta til að ganga yfir ríkið síðan um 1850.

AFP

Eftir að Katrína gekk yfir voru flóðvarnir í kringum borgina New Orleans í Louisiana styrktar til muna og sagði Edwards að nú myndi reyna verulega á þær.

Veðurstofa Bandaríkjanna hefur mælst til þess að íbúar í New Orleans leiti öruggs skjóls undir eins en fleiri en 300.000 heimili í Louisiana eru nú þegar án rafmagns.

Staðan á sjúkrahúsum í Louisiana er ekki góð sökum Covid-19 faraldursins. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu sjúkrahús sem gætu orðið á vegi fellibyls verið rýmd en nú standa fá sjúkrarúm á svæðinu auð.

Frétt á vef BBC.

Kona gengur með hund í New Orleans fyrr í dag.
Kona gengur með hund í New Orleans fyrr í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka