Yfirvöld í Afganistan staðfesta að sprenging hafi orðið í návígi við flugvöllinn í Kabúl rétt eftir hádegi í dag. Samkvæmt fréttaveitunni Reuters var þetta flugskeyti frá bandaríska hernum og árásinni beint að liðsmönnum ISIS-K.
Í myndskeiði af vettvangi má sjá þykkan reykmökk upp úr byggingu:
Updates:
— Shafi Karimi (@karimi_shafi) August 29, 2021
A house near to Kabul airport hit by a rocket. pic.twitter.com/t3Ue3AXD0s
Fréttaritari BBC í Afganistan segir um flugskeyti að ræða sem hefði verið beint að hús í grennd við flugvöllinn. Ljóst er að einhverjir hafi fallið í árásinni, þar á meðal er staðfest að barn hafi beðið bana.
Same source says explosion was a rocket that struck a house close to the airport - airport not actually hit… casualties still unknown
— Secunder Kermani (@SecKermani) August 29, 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna varaði fyrr í dag við því að árás væri yfirvofandi og hvatti alla bandaríska ríkisborgara til þess að yfirgefa svæðið og vísaði til nákvæmrar og áreiðanlegra heimilda.
Mörg ríki í Evrópu hafa nú þegar hætt brottflutningi frá Afganistan vegna hryðjuverkaógnar sem verður stöðugt meiri í landinu eftir því sem 31. ágúst nálgast. Joe Biden hefur heitið því að allir bandarískir hermenn muni hafa yfirgefið landið þá.
Á fimmtudaginn sprengdi liðsmaður ISIS-K sig í loft upp við flugvöllinn í Kabúl og tók líf ríflega 170 annarra á sama tíma. Þar á meðal nokkurra hermanna Bandaríkjanna og Bretlands.
Flugvöllurinn í Kabúl hefur verið með rólegra móti í dag og færri á ferli en venjulega vegna hinnar yfirvofandi ógnar.