Önnur sprenging við flugvöllinn í Kabúl

Hér ber að líta afleiðingar sprengjunnar á fimmtudag.
Hér ber að líta afleiðingar sprengjunnar á fimmtudag. AFP

Yf­ir­völd í Af­gan­ist­an staðfesta að spreng­ing hafi orðið í ná­vígi við flug­völl­inn í Kabúl rétt eft­ir há­degi í dag. Sam­kvæmt frétta­veit­unni Reu­ters var þetta flug­skeyti frá banda­ríska hern­um og árás­inni beint að liðsmönn­um ISIS-K.

Í mynd­skeiði af vett­vangi má sjá þykk­an reyk­mökk upp úr bygg­ingu:

Frétta­rit­ari BBC í Af­gan­ist­an seg­ir um flug­skeyti að ræða sem hefði verið beint að hús í grennd við flug­völl­inn. Ljóst er að ein­hverj­ir hafi fallið í árás­inni, þar á meðal er staðfest að barn hafi beðið bana.

Vöruðu við fyrr í dag

Joe Biden for­seti Banda­ríkj­anna varaði fyrr í dag við því að árás væri yf­ir­vof­andi og hvatti alla banda­ríska rík­is­borg­ara til þess að yf­ir­gefa svæðið og vísaði til ná­kvæmr­ar og áreiðan­legra heim­ilda.

Mörg ríki í Evr­ópu hafa nú þegar hætt brott­flutn­ingi frá Af­gan­ist­an vegna hryðju­verka­ógn­ar sem verður stöðugt meiri í land­inu eft­ir því sem 31. ág­úst nálg­ast. Joe Biden hef­ur heitið því að all­ir banda­rísk­ir her­menn muni hafa yf­ir­gefið landið þá. 

Á fimmtu­dag­inn sprengdi liðsmaður ISIS-K sig í loft upp við flug­völl­inn í Kabúl og tók líf ríf­lega 170 annarra á sama tíma. Þar á meðal nokk­urra her­manna Banda­ríkj­anna og Bret­lands. 

Flug­völl­ur­inn í Kabúl hef­ur verið með ró­legra móti í dag og færri á ferli en venju­lega vegna hinn­ar yf­ir­vof­andi ógn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert