Bandaríkin hafa yfirgefið Afganistan

Herflugvél tekur á loft frá flugvellinum í Kabúl. Síðasta flugvélin …
Herflugvél tekur á loft frá flugvellinum í Kabúl. Síðasta flugvélin tók á loft rétt fyrir miðnætti. AFP

Síðustu her­menn Banda­ríkj­anna hafa nú yf­ir­gefið Af­gan­ist­an. Mark­ar þetta endi á tutt­ugu ára hernaðarí­hlut­un lands­ins í Af­gan­ist­an en þau hóf­ust í kjöl­far árás­ar­inn­ar á Tví­bura­t­urn­ana þann 11. sept­em­ber 2001.

„Ég er hér til að til­kynna að rým­ingu okk­ar frá Af­gan­ist­an er lokið,“ sagði Kenn­eth McKenzie, hers­höfðingi í land­gönguliði Banda­ríkja­hers og yf­ir­maður herafl­ans í Af­gan­ist­an, í yf­ir­lýs­ingu nú fyr­ir skömmu.

Síðasta flug­vél­in tók á loft frá Hamid Karzai-alþjóðaflug­vell­in­um einni mín­útu fyr­ir miðnætti að staðar­tíma. Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, hafði áður heitið því að all­ir banda­rísk­ir her­menn yrðu bún­ir að yf­ir­gefa Af­gan­ist­an fyr­ir 31. ág­úst.

Mik­ill viðbúnaður

Mik­ill ör­yggis­viðbúnaður var fyr­ir flug­takið en í síðustu viku sprungu tvær sprengj­ur við alþjóðaflug­völl­inn í Kabúl og í morg­un var flug­skeyt­um skotið að flug­vell­in­um. Hef­ur Khoras­an, öfga­hóp­ur á veg­um Rík­is íslams, lýst yfir ábyrgð á árás­inni.

Að sögn McKenzie voru talíban­ar mjög hjálp­sam­ir við rým­ing­una, þrátt fyr­ir mikið ósætti milli þeirra og banda­ríska hers­ins.

Skot­hvelli mátti heyra víða í Kabúl þegar banda­ríski her­inn staðfesti brott­för sína.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert