Einn látinn vegna Ídu

TJ Pellegrin, slökkviliðsstjóri í Bourg í Lousiana, spyr fólk hvort …
TJ Pellegrin, slökkviliðsstjóri í Bourg í Lousiana, spyr fólk hvort allt sé í lagi eftir að Ída reið yfir svæðið í gær. AFP

Nær öllu rafmagni í borginni New Orleans í Bandaríkjunum sló út í nótt vegna fellibylsins Ídu. Einn einstaklingur lést í óveðrinu í Praireville í Lousiana, sem staðsett er um 100 km frá New Orleans, þegar tré féll á hann. Atburðir gærdagsins áttu sér stað þegar nákvæmlega 16 ár voru síðan fellibylurinn Katrína olli verulegum usla í New Orleans. Þá létust 1.800 manns.

Fellibylurinn er sagður mjög hættulegur.
Fellibylurinn er sagður mjög hættulegur. AFP

Dregið hafði úr krafti Ídu í gærkvöldi en Joe Biden Bandaríkjaforseti hafði lýst yfir neyðarástandi í Lousiana og sagði ríkisstjórinn John Bel Edwards að stormurinn gæti orðið sá kröftugasti sem skollið hafi á Lousiana frá árinu 1850. 

Fáir voru almennt á ferli í gær í óveðrinu í …
Fáir voru almennt á ferli í gær í óveðrinu í Lousiana. AFP

„Næstu dagar og vikur verða mjög erfiðar,“ sagði Edwards í ávarpi í gær. „Finnið ykkur öruggasta staðinn í húsinu ykkar og haldið ykkur þar uns storminn lægir.“

Staðan á sjúkra­hús­um í Louisi­ana er ekki góð sök­um Covid-19-far­ald­urs­ins. Und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum hefðu sjúkra­hús sem gætu orðið á vegi felli­byls verið rýmd en nú standa fá sjúkra­rúm á svæðinu auð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert