ESB tekur Bandaríkin af undanþágulista

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AFP

Evrópusambandið hefur fjarlægt Bandaríkin af lista yfir þau lönd sem undanþegin eru takmörkunum á ónauðsynlegum ferðum meðan á faraldri kórónuveirunnar stendur.

Þessi skilgreining sambandsins er ekki bindandi fyrir aðildarríkin, sem geta enn leyft bólusettum bandarískum ferðamönnum að ferðast inn fyrir landamæri sín.

Flest ríkin hafa þó til þessa fylgt ráðleggingum þeirra sem stýra sambandinu frá Brussel.

Ónauðsynlegar ferðir til Evrópusambandsins, frá öðrum ríkjum en aðildarríkjunum 27 auk Íslands, Liecthenstein, Noregs, Sviss, Andorra, Mónakó, San Marínó og Vatíkansins, voru bannaðar fyrr í faraldrinum.

Nokkur fjöldi landa hefur þó verið undanþeginn þessum takmörkunum. Þeim hefur aftur á móti fækkað á undanförnum mánuðum og telur listinn nú aðeins 17 ríki eða svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert