Þegar síðasta bandaríska flugvélin yfirgaf Afganistan í gær voru enn Bandaríkjamenn og Afganir sem fyrirhugað var að flytja úr landi að reyna að komast inn á flugvöllinn. Útlit er fyrir að á milli 100 og 250 Bandaríkjamenn sem annað hvort komust ekki inn á flugvöllinn tímanlega eða komust ekki fyrir í flugvél séu enn fastir í Afganistan.
Bandarískur hermaður sem hjálpaði til við að flytja fólk frá Afganistan sagði að talíbanar, sem tóku völdin í Afganistan fyrr í mánuðinum, hafi að lokum neitað að hleypa mörgum á flugvöllinn.
„Það var orðið alveg ómögulegt að fá talíbanana til þess að vera samvinnuþýðir yndir lokin. Þeir neituðu að vera samstarfsfúsir fyrir utan hlið flugvallarins.“
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig umhorfs var í borginni í morgun, eftir að Bandaríkjamenn yfirgáfu landið.