Barist í Panjshir og ástandið tvísýnt

Harðir bardagar hafa geisað í Panjshir-dalnum í Afganistan, sem er síðasta vígið í landinu sem hefur ekki fallið í skaut talíbana. Ástandið þar er mjög tvísýnt. 

Talsmaður talíbana segir í samtali við Reuters-fréttastofuna að þeir hafi náð svæðinu á sitt vald. Þessu vísa talsmenn uppreisnarsveita á bug.

Uppreisnarmaður mundar hér riffilinn í Panjshir.
Uppreisnarmaður mundar hér riffilinn í Panjshir. AFP

Amrullah Saleh er einn af leiðtogum uppreisnarmannanna. Hann segir ekkert hæft í sögusögnum af því að hann hafi flúið. Hann viðurkenndi þó að staðan væri erfið. 

Talið er að mörg hundruð hafi fallið bardögum í Panjshir. Dalurinn er eitt af minnstu héruðum landsins og það eina sem talíbanar ráða ekki yfir. Svæðið er þekkt fyrir andspyrnu gegn talíbönum og þar búa á bilinu 150 til 200 þúsund manns. Svæðið er falið á bak við há fjöll. 

Á meðal þeirra sem leiða andspyrnuna eru fyrrverandi liðsmenn afganskra öryggissveita annarra vopnaðra sveita. Leiðtogi þeirra er Ahmad Massoud. Faðir hans barðist við hersveitir Sovétmanna og hafði sigur á níunda áratugnum og aftur við liðsmenn talíbana á tíunda áratugnum

Uppreisnarmenn við æfingar.
Uppreisnarmenn við æfingar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert