Byrjuð að finna fyrir loftslagsbreytingum

Komodo-dreki.
Komodo-dreki. AFP

Um 28 prósent af þeim 138.374 dýrategundum sem Alþjóðanáttúruverndarsambandið metur fyrir eftirlitslista um dýr sem eru í útrýmingarhættu eru nú í mikilli hættu á að hverfa að eilífu.

Tap á búsvæðum, ofnýting og ólögleg viðskipti hafa haft mjög skaðleg áhrif á dýralíf í áratugi en nú eru einnig loftslagsbreytingar að verða bein ógn, greindi sambandið frá. 

Um 37 prósent af þeim 1.200 hákarla- og skötutegundum sem sérfræðingarnir mátu er ógnað af útrýmingu, þriðjungi meira en fyrir aðeins sjö árum. 

Þá voru indónesísku Komodo-drekarnir skráðir í útrýmingarhættu en eðlurnar eru fastar á búsvæðum eyjanna sem minnkuðu með hækkandi sjó. „Tegundinni er í auknum mæli ógnað vegna áhrifa loftslagsbreytinga,“ sagði Alþjóðanáttúruverndarsambandið en búist er við að með hækkandi sjávarborð muni búsvæði þeirra minnka um að minnsta kosti 30 prósent á næstu 45 árum.

„Verndunarstaða hópsins í heild heldur áfram að versna og heildar hætta á útrýmingu eykst með ógnarhraða,“ sagði Nicholas Dulvy, prófessor við Simon Fraser háskólann sem stýrði rannsókninni sem lagði til grundvallar mati rauða listans, við fréttastofu AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert