Síðasta vígið að falla í hendur talíbana

AFP

Síðasta landssvæðið sem ekki er stjórnar af talíbönum í Afganistar virðist vera að falla þeim í skaut. 

BBC greinir frá. 

Einn andspyrnuleiðtoganna í Panjshir-dalnum, Amrullah Saleh, vísaði á bug fréttum um að talíbanar hefðu náð dalnum en viðurkenndi að aðstæður væru erfiðar þar sem talíbanar lokuðu síma, interneti og rafmagnslínum. 

Næstu dagar ráða úrslitum 

Panjshir dalurinn, sem er norður af höfuðborginni Kabúl, er eitt af minnstu héruðum Afganistans. Þar búa á milli 150 til 200 þúsund manns. 

Andspyrnan stendur saman af leifum stjórnarhers Afganistan og heimamönnum og er leidd af Ahmand Massoud. Faðir hans lagði Sovétmenn sem réðust inn í landið árið 1980.

Næstu dagar og vikur eru sagðar ráða örlögum nokkurrar andspyrnu við herlið talíbana í Afganistan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert