Kolesnikova dæmd í 11 ára fangelsi

Maria Kolesnikova á bak við lás og slá í réttarsal …
Maria Kolesnikova á bak við lás og slá í réttarsal í byrjun ágúst. AFP

Dómstóll í Hvíta-Rússlandi hefur dæmt Mariu Kolesnikovu, sem leiddi fjöldamótmælin gegn forsetanum Alexander Lúkasjenksó á síðasta ári, í 11 ára fangelsi.

Hún var ákærð fyrir að grafa undan þjóðaröryggi í landinu.

Lögmaður Kolsesnikovu, Maxim Znak, hlaut einnig 10 ára fangelsisdóm, að sögn fréttamiðils stjórnarandstæðingsins Viktors Babaryko, sem hefur stutt við bakið á Kolesnikovu.

Kolsesnikova er sú eina af helstu leiðtogum mótmælanna vegna forsetakjörs Lúkasjenskós sem býr enn í Hvíta-Rússlandi. Hún hefur verið í varðhaldi í rúmt ár eftir að hafa rifið í sundur vegabréfið sitt þegar átti að vísa henni úr landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert