Palestínumenn brutust út úr fangelsi í Ísrael

AFP

Sex Palestínumenn brutust út úr ísraelsku fangelsi í dag í gegnum göng sem voru grafin undir vaski. Umfangsmikil leit að hópnum fór af stað.

Fangelsismálastofnun Ísraels sagði að viðvörun hefði borist um klukkan þrjú um nótt frá heimamönnum sem komu auga á „grunsamlegar fígúrur“ fyrir utan Gilboa fangelsið í norðurhluta landsins.

Fangelsið Gilboa er mikið vaktað svæði þar sem hundruð Palestínumanna eru í haldi meðal annarra fanga.

Holan sem mennirnir notuðu til að flýja fangelsið
Holan sem mennirnir notuðu til að flýja fangelsið AFP

Einn afplánaði lífstíðardóm

Fangelsismálastofnun sagði að allir fanganna sem væru í fangelsinu vegna „öryggisbrota“ myndu vera fluttir ef svo skyldi vera að fleiri flóttagöng hefðu verið grafin undir fangelsinu.

Mennirnir sex voru allir sakaðir um að hafa skipulagt eða framkvæmt árásir gegn Ísrael. Þeirra á meðal var einn meðlimur íslömsku vopnuð samtakanna Jihad og hafði hann afplánað lífstíðardóm síðan 1996.

Hamas, íslamistahópurinn sem stjórnar Gaza, kallaði flóttann „hetjulega aðgerð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert