Zuma á skilorði vegna heilsubrests

Jacob Zuma, fyrr­ver­andi for­seti Suður-Afr­íku, var dæmd­ur til að sæta …
Jacob Zuma, fyrr­ver­andi for­seti Suður-Afr­íku, var dæmd­ur til að sæta 15 mánaða fang­elsis­vist fyr­ir að van­v­irða dóm­stóla þegar hann neitaði að mæta til yf­ir­heyrslu. AFP

Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, fagnar því að forveri hans, Jacob Zuma, sé nú á skilorði vegna heilsubrests en Zuma var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í lok júní.

Zuma hefur því einungis afplánað 60 daga af 15 mánaða dómnum sem hann hlaut fyrir að van­v­irða dóm­stóla þegar hann neitaði að mæta til yf­ir­heyrslu.

Fyrir mánuði síðan var fyrrverandi forsetinn fluttur á sjúkrahús utan fangelsisins en ekki er vitað hver veikindi Zuma eru. 

„Við óskum honum skjóts bata,“ sagði Ramaphosa í yfirlýsingu en andstæðingar hans telja að skilorðið sé pólitískt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert