Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, fagnar því að forveri hans, Jacob Zuma, sé nú á skilorði vegna heilsubrests en Zuma var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í lok júní.
Zuma hefur því einungis afplánað 60 daga af 15 mánaða dómnum sem hann hlaut fyrir að vanvirða dómstóla þegar hann neitaði að mæta til yfirheyrslu.
Fyrir mánuði síðan var fyrrverandi forsetinn fluttur á sjúkrahús utan fangelsisins en ekki er vitað hver veikindi Zuma eru.
„Við óskum honum skjóts bata,“ sagði Ramaphosa í yfirlýsingu en andstæðingar hans telja að skilorðið sé pólitískt.