Hópur ræningja rændi skartgripum fyrir um 10 milljónir evra, eða um einn og hálfan milljarð íslenskra króna, úr Bulgari-skartgripaversluninni í París í dag.
Lögreglan veitti ræningjunum eftirför en þeir flúðu á bíl og tveimur vespum. Lögreglan náði að handtaka tvo, annar var skotinn í fótinn af lögreglu og hinn fannst í felum í bílastæðahúsi.
Skartgriparánið er eitt þriggja atvika sem hafa orðið í París í sumar þar sem skartgripum er rænt eða stolið.
Í júlí stal maður skartgripum að verðmæti tvær milljónir evra, eða um 300 milljónir íslenskra króna, en hann var handtekinn daginn eftir. Þremur dögum eftir þann þjófnað stálu tveir menn gripum að verðmæti 400 þúsund evrur, eða um 60 milljónir íslenskra króna.