Bílastæði í miðborg Bath á Englandi seldist nýverið fyrir 115 þúsund pund, eða um 20 milljónir íslenskra króna.
Fasteignasali bílastæðisins lýsti því sem „mjög sjaldgæfu“ en síðast var til sölu bílastæði í sama bílastæðahúsi fyrir átta árum síðan.
Í bílastæðahúsinu er öryggiskerfi en það er neðanjarðar í miðborginni. Bílastæðagjöld hafa hækkað í Bath undanfarið ár og þá er rukkað á ákveðnum svæðum í borginni fyrir bifreiðar sem menga mikið.
Bílastæðið í Bath er þó ekki nærri því að ná heimsmetinu yfir dýrasta bílastæðið en það var sett í Hong Kong í júní þegar stæði seldist á 158 milljónir króna.