Hluthafar höfði mál gegn stjórn Boeing

Flugvél Boeing af tegundinni 737 MAX 9.
Flugvél Boeing af tegundinni 737 MAX 9. AFP

Bandarískur dómari hefur gefið grænt ljós á að hluthafar í Boeing geti höfðað mál gegn stjórn flugfélagsins vegna tveggja mannskæðra slysa sem urðu hundruð manns að bana.

Flugvélar Boeing af tegundinni 737 MAX voru kyrrsettar í 20 mánuði víðsvegar um heim í mars 2019 eftir að 346 fórust í tveimur flugslysum. Annars vegar þegar vél Lion Air hrapaði til jarðar í Indónesíu 2018 og hins vegar þegar vél Ethiopian Airlines fórst árið eftir.

Dómstóll í bandaríska ríkinu Delaware sagði að raunveruleg fórnarlömb slysanna væru þeir sem fórust og aðstandendur þeirra en að lög um fyrirtæki nái einnig yfir Boeing sem fyrirtæki og hlutabréfaeigendur þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert