Nord Stream 2 jarðgasleiðslan tilbúin

Vinna við leiðsluna tók fimm ár en hún er 1.225 …
Vinna við leiðsluna tók fimm ár en hún er 1.225 kílómetra löng. AFP

Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að Nord Stream 2 jarðgasleiðslan sem liggur frá Rússlandi til Þýskalands sé nú tilbúin.

Gasleiðslan mun tvöfalda flutningsgetu jarðgass frá Rússlandi til Þýskalands. Það mun hafa mikil áhrif á Úkraínu sem treystir á tekjur þeirra gasleiðslum. 

Nord Stream 2 á enn eftir að fá vottun eftirlitsstofnun í Þýskalandi og gæti það ferli tekið um fjóra mánuði. 

„Hættulegt pólitískt vopn“

Bandaríkjamenn óttast að gasleiðslan muni leiða til þess að ríki Evrópu verði enn háðari orkuframleiðslu Rússlands.

Þá hefur forseti Úkraínu, Volodimír Zelenskí, lýst jarðgasleiðslunni sem „hættulegu pólitísku vopni“.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði nýlega að mögulega yrði Rússland beitt viðskiptaþvingunum ef Nord Stream 2 yrði notað gegn Úkraínu.

Vinna við leiðsluna tók fimm ár en hún er 1.225 kílómetra löng og kostaði 11 milljarða bandaríkjadala dollara, eða um eina og hálfa billjón íslenskra króna. 

Umfjöllun BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert