Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, ræddu saman í fyrsta sinn í sjö mánuði í gær.
Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu kemur fram að báðir leiðtogarnir hafi „rætt ábyrgðina sem hvílir á herðum beggja þjóða um að tryggja að samkeppni leiði ekki til deilna”.
Forsetarnir ræddu saman í gegnum síma í 90 mínútur. Biden varaði við því að misskilningur gæti leitt til deilna á milli Washington og Peking, að sögn Hvíta hússins, á meðan Xi lagði áherslu á nýja stefnu í samskiptum þjóðanna en þau hafi verið uppfull af „alvarlegum vandamálum”.
Samskipti landanna tveggja tóku dýfu niður á við þegar Donald Trump, forveri Bidens, var í embætti forseta og efndi til viðskiptastríðs á milli Bandaríkjanna og Kína. Einnig gagnrýndi hann kínversk stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum.
President Biden spoke with President Xi Jinping of China, their first conversation in seven months. Biden expressed concern over China’s cyberactivities while arguing that the leaders could set aside their differences to work together on climate change. https://t.co/Dh1hA1ChGJ
— The New York Times (@nytimes) September 10, 2021