Lögfræðingar Virginiu Giuffre segjast nú hafa afhent Andrési Bretaprins stefnu fyrir að hafa beitt hana kynferðisofbeldi.
Giuffre hefur höfðað einkamál gegn prinsinum í New York og þurfti Andrés að fá stefnuna áður en málið getur haldið áfram, að því er fram kemur í umfjöllun BBC. Þá þarf dómari í New York einnig að staðfesta að Andrés hafi fengið stefnuna.
Andrés prins hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað og áreitt Virginiu Guiffre þegar hún var undir lögaldri og að hann hafi vitað að hún væri fórnarlamb mansals. Hann neitar sök.