Umfangsmiklar heræfingar í Hvíta-Rússlandi

Um 200 þúsund starfsmenn herliðsins, 290 skriðdrekar, 80 herþotur og …
Um 200 þúsund starfsmenn herliðsins, 290 skriðdrekar, 80 herþotur og þyrlur muni taka þátt í æfingunum. AFP

Rússland og Hvíta-Rússland hófu umfangsmiklar heræfingar í dag í Hvíta-Rússlandi en Pólland sem á landamæri að landinu telur æfingarnar vera ögrun. 

Yfirvöld í Rússland segja að um 200 þúsund starfsmenn herliðs þeirra, 290 skriðdrekar, 80 herþotur og þyrlur muni taka þátt í æfingunum. Er því um að ræða stærstu æfingar rússneska hersins á undanförnum árum.

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir æfingarnar ekki beinast gegnum neinum. „Við erum ekki að gera neitt sem andstæðingar okkar eru ekki að gera,“ sagði Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, þegar hann hitti Pútín í gær.

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands.
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands. AFP

Forsetarnir tveir funduðu í gær í Rússlandi um dýpri efnahagsleg og hernaðarleg tengsl ríkjanna tveggja. 

Heræfingarnar hafa ollið ríkjum í Austur-Evrópu miklum áhyggjum og hefur Pólland lýst yfir neyðarástandi á landamærum sínum við Hvíta-Rússland, það er í fyrsta skipti sem það hefur gert síðan fall Sovétríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert