Bandaríkjamenn minntust þess í dag að 20 ár eru liðin frá árásum hryðjuverkamanna í þar í landi þann 11. september árið 2001.
Á Ground Zero-minningarreitnum þar sem tvíburaturnarnir stóðu áður komu aðstandendur saman og lásu upp nöfn þeirra 2.977 sem létust í árásunum.
Meðal viðstaddra voru Joe Biden forseti og fyrrum forsetarnir Barack Obama og Bill Clinton. Þá flutti Bruce Springsteen tónlistaratriði á athöfninni.
Biden mun heimsækja í dag alla staðina þrjá þar sem flugvélarnar fjórar enduðu flug sitt þennan morgun, í New York, Pennsylvaníu og Virginíu.