Lásu upp nöfn þeirra 2.977 sem fórust

Bandaríkjamenn minntust þess í dag að 20 ár eru liðin frá árásum hryðjuverkamanna í þar í landi þann 11. september árið 2001.

Á Ground Zero-minn­ing­ar­reit­num þar sem tví­bura­t­urn­arn­ir stóðu áður komu aðstandendur saman og lásu upp nöfn þeirra 2.977 sem létust í árásunum.

Meðal viðstaddra voru Joe Biden forseti og fyrrum forsetinn Barack …
Meðal viðstaddra voru Joe Biden forseti og fyrrum forsetinn Barack Obama. AFP

Meðal viðstaddra voru Joe Biden forseti og fyrrum forsetarnir Barack Obama og Bill Clinton. Þá flutti Bruce Springsteen tónlistaratriði á athöfninni.

Biden mun heimsækja í dag alla staðina þrjá þar sem flugvélarnar fjórar enduðu flug sitt þennan morgun, í New York, Pennsylvaníu og Virginíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka