Minnist fórnarlamba hryðjuverkaárásanna

Elísabet Bretlandsdrottning
Elísabet Bretlandsdrottning AFP

„Hugur minn og bænir, og allrar fjölskyldu minnar og þjóðarinnar, eru hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra,“ sagði Elísabet Bretlandsdrottning í orðsendingu til Joes Bidens Bandaríkjaforseta en 20 ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum 11. september 2001.

Drottningin og eiginmaður hennar, Filipus prins, heimsóttu Ground Zero-minn­ing­ar­reitinn þar sem tví­bura­t­urn­arn­ir stóðu áður árið 2010. „Sú heimsókn situr fast í minni mínu,“ sagði Elísabet í orðsendingunni til Biden.

Alls lét­ust 2.977 manns í árás­un­um, þar af 67 Bretar, og var því bandaríski þjóðsöngurinn spilaður við athöfn í Windsor-kastala í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert