Turninn sem táknar þrautseigju New York

Frelsisturninn svokallaði er til vinstri á myndinni en hann er …
Frelsisturninn svokallaði er til vinstri á myndinni en hann er hæsta bygging Bandaríkjanna. AFP

One World Trade Center-turninn var vígður árið 2014 og hefur síðan orðið tákn um þrautseigju eftir hryðjuverkin þann 11. september 2001. Skýjakljúfurinn var reistur skammt frá þeim stað þar sem tvíburaturnarnir stóðu fyrir árásina.

Turninn, sem oft er kallaður „Frelsisturninn“, er hæsta bygging Bandaríkjanna en hann skagar 541 metra upp í himininn.

AFP

Hægt að horfa til framtíðar

Frá upphafi varð turninn að bera vitni þess að New York gæti staðist þolraunir og að hægt væri að horfa til framtíðar þrátt fyrir hörmungarnar, að sögn Kenneth Lewis, eins arkitekta turnsins.

Eins hrikalegar og myndirnar voru, af tvíburaturnunum að hrynja til jarðar, dró enginn í efa að byggja ætti annan skýjakljúf í stað turnanna.

Arkitektarnir ræddu hvernig hægt væri að flytja fólk úr byggingunni án þess að notast við stigann, en einar óhugnanlegustu myndirnar af árásinni eru af fólki sem stökk úr turnunum til að flýja eldinn.

Innleiddu nýja öryggisstaðla

Arkitektarnir innleiddu öryggisstaðla í bygginguna sem hafa síðan orðið að stöðlum fyrir aðra skýjakljúfa. Staðlarnir fela meðal annars í sér breiða stigaganga svo hægt sé að flýja turninn á sem skemmstum tíma og eldvarnarmyndavélar. Auk þess eru samskiptatæki staðsett á hverri hæð svo björgunarmenn geti stöðugt fylgst með ástandinu.

Ground Zero-minnisvarðinn um 11. september táknar tómarúmið sem myndaðist við hryðjuverkaárásirnar en „Frelsisturninn“ táknar það jákvæða að sögn Lewis.

„Hann er staður nýsköpunar, nýrrar hugsunar og nútímahugmynda um öryggi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert