Norður-Kórea hefur hafið prófanir á langdrægum flugskeytum sem ná til stórs hluta Japans, að sögn ríkisfjölmiðla þar í landi.
BBC greinir frá.
Prófanir fóru fram um helgina, þar sem flugskeyti flugu allt að 1.500 kílómetra, að sögn KCNA, ríkisfréttamiðils Norður-Kóreu.
Er talið ljóst að Norður-Kórea hafi getu til þess að þróa öflug vopn þrátt fyrir matarskort og alvarlega efnahagskreppu.
Bandaríkjaher hefur gefið út að nýjustu prófanir á Kóreuskaga ógni alþjóðasamfélaginu og Japanir hafa sagt æfingarnar valda töluverðum áhyggjum.
Meðfylgjandi mynd birtist í fréttablaðinu North Korean Rodong Sinmun og má sjá á henni flugskeyti skotið á loft og aðra á lofti.