Segir mál á hendur prinsinum mögulega ólögmætt

Andrés neitaði ásökunum á hendur sér í viðtal árið 2019.
Andrés neitaði ásökunum á hendur sér í viðtal árið 2019. AFP

Lögmaður Andrésar Bretlandsprins segir málshöfðun Virginia Giuffre á hendur prinsinum rakalausa, óverjanlega og mögulega ólögmæta. Giuffrie höfðaði einkamál á hendur prinsinum vegna meintra brota prinsins gegn henni þegar hún var 17 ára.

Þetta kom fram í svokölluðum forréttarhöldum sem fóru fram í gegnum fjarfundarbúnað nú í kvöld. Lögmaður Andrésar, Andrew Brettler, segir sátt milli Jeffrey Epstein og Virginia Guffrie leysa skjólstæðing sinn undan allri ábyrgð. 

Fá viku til að birta stefnuna

Brettler hélt því einnig fram að stefnan hafi ekki verið birt Andrési með lögmætum hætti. Dómarinn veitti lögmanni Guiffre vikufrest til þess að afhenda Andrési stefnuna á lögmætan máta.  

Guffrie undirgekkst sátt við Epstein, sem er dæmdur kynferðisglæpamaður sem lést í fangelsi árið 2019, en Brettler segir þann samning firra Andrés allri ábyrgð í málinu. Þinghald mun halda áfram í málinu þann 13. október.

Segir Andrés hafa vitað að hún væri fórnarlamb mansals

Virgina Guffrie er 38 ára en hún segir Andrés Bretlandsprins hafa brotið á sér á þremur mismunandi stöðum, þar á meðal í New York en líka í Lundúnum í upphafi þessarar aldar.

Hún segir Andrés hafa haft samfarir við hana án hennar samþykkis vitandi að hún væri einungis 17 ára gömul en líka að hún væri fórnarlamb mansals.

Frétt BBC um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert