Demókratar áfram við stjórn í Kaliforníu

Gavin Newsom.
Gavin Newsom. AFP

Kaliforníubúar kusu með yfirgnæfandi hætti að halda ríkisstjóranum sínum, Gavin Newsom, í gær og höfnuðu tilraun repúblikana til að fella hann í sérstakri atkvæðagreiðslu sem efnt var til eftir söfnun undirskrifta gegn ríkisstjóranum. 

Talning atkvæða í nótt.
Talning atkvæða í nótt. AFP

Fréttastofur CNN og NBC og Fox News hafa lýst Newsom sem sigurvegara kosninganna, nú þegar um sextíu prósent atkvæða hafa verið talin og Newsom hefur fengið um tvo þriðjuhluta þeirra. 

Undirskriftarsöfnun gegn ríkisstjórnanum og óánægju með störf hans má fyrst og fremst rekja til gremju vegna Covid-19 ráðstafanna sem gripið var til í Kaliforníu. Snemma í faraldrinum var gripið til mikilla lokanna og var fólki skipað að halda sig heima í lengri tíma.

Frá kosningabaráttu Gavin Newsom.
Frá kosningabaráttu Gavin Newsom. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert