Um tíu þúsund flóttamenn hafa safnast saman undir brú við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó síðustu daga.
Brúin tengir saman borgirnar Del Rio í Texas og Ciudad Acuna í Mexíkó.
Fjöldi fólks sem þar hefur safnast saman hefur aukist mjög að undanförnu. Flest er fólkið frá Haítí, að sögn BBC.
Fyrr á þessu ári var greint frá því að fjöldi flóttamanna sem var handtekinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í júlí hefði farið yfir 200 þúsund í fyrsta sinn í 21 ár, samkvæmt gögnum bandarísku ríkisstjórnarinnar.